Lífsþjálfarnir Linda Pé og Dögg ræða hér saman um hvernig þær nýta sér sjálfar lífsþjálfun í þeirra daglega lífi. Þær koma inn á mikilvægi þess að temja sér að halda dagbók og skrifa niður markmið sín og taka fyrirfram teknar ákvarðanir um það hvaða kona þær eru.
Við mannfólkið búum yfir þeim eiginleika að geta hugsað um hugsanir okkar og það eru frábærar fréttir því við getum alltaf breytt hugsunum okkar ef þær eru ekki að þjóna okkur. En þegar þú vilt gera breytingar er lykilspurning að svara fyrst og hún er að spyrja sig að því hvaða kona er ég?
Þær koma ennfremur inn á markmiðvænt umhverfi, framtíðarútgáfuna og að uppfæra sjálfsmyndina. Hlustaðu á hvernig lífsþjálfar tækla þessi mikilvægu þætti og fleira áhugavert.