George Michael var eitt mesta poppstirni heims, satt og sannað og það með löggildum pappírum. Í þættinum gerum við úttekt á mögnuðum ferli þessa mikla meistara og kippum poppbrjálæðinu Wham! einnig um borð þegar við metum hámarksárangur meistarans á plötugerðarsviðinu.