Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari.
Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, ræddi við okkur um miklar byrðar sem foreldrar langveikra barna og fatlaðra barna bera.
Rut Gunnarsdóttir hjá KPMG og Geirlaug Jóhannsdóttir hjá Hagvangi ræddu samstarf þessa tveggja fyrirtækja.
Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingar og fyrrverandi ráðherra, ræddi um nýútkomna skýrslu um embættismannakerfið.
Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi, er nýkomin heim af Vesturbakkanum og ræddi dvölina í Palestínu.
Jóhannes Stefán, hæstaréttarlögmaður lét gamlan rokkstjörnudraum rætast.
Íþróttafréttamaðurinn Ágúst Orri Arnarson settist niður með okkur.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Ottó Gunnarsson ræddi við okkur um nýja heimildarmynd um framhaldsskólann á Laugum.