Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari.
Edda Björk Þórðardóttir, sálfræðingur og dósent við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, ræddi við okkur um viðburð á föstudaginn þar sem fjallað verður um skammdegið.
Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, var á línunni.
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni og Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, ræddu réttindi fatlaðs fólks.
Tinna Dögg og Atli Rafn hjá Brokk.is kíktu í heimsókn.
Sævar Þór Sveinsson hjá Utan vallar fór yfir styrki til íþróttafélaga.
Snæfríður Ingadóttir, fjölmiðlakona á Akureyri, verður með húllauppistand á Græna hattinum á morgun og hitar upp fyrir „hefðbundið“ uppistand.