Listen

Description

Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. 

Í þessum þætt:

Fjömiðlun
Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður

Stefán og Sigurður ræða stöðu Ríkisútvarpsins og fjölmiðlunar á Íslandi, fyrirferð á auglýsingamarkaði, fjölmiðlastyrki ríkisins, samkeppni við erlenda miðla etc. 

Húsnæðismarkaður
Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður 
Ragnar Þór Ingólfsson alþingismaður 

Guðlaugur og Ragnar ræða áform ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum, uppbyggingu nýrra íbúða í Reykjavík og leiðir til að svara eftirspurn á húsnæðismarkaði sem knýr áfram verðbólgu. 

Dómsmál
Steinþór Gunnarsson
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson 

Steinþór og Þorvaldur Lúðvík hlutu báðir dóma í svokölluðum hrunmálum. Steinþór hefur nú verið sýknaður eftir 17 ára málsmeðferð og mál Þorvaldar bíður afgreiðslu Mannréttindadómstóls Evrópu. Þeir ræða kröfu sínar og annarra um rannsókn á því hvernig unnið var að rannsókn og úrvinnslu mála á fjármálamarkaði eftir hrun. 

Fjölmiðlun/útgáfustarfsemi
Auður Jónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður
Eyrún Magnúsdóttir, blaðamaður

Auður og Eyrún ræða Gímaldið, nýjan vefmiðil sem þær hafa stofnað af mikilli bjartsýni og ætla að halda gangandi í samkeppni við allt og alla.