Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin.
Í þessum þætti:
Þjóðernishyggja/alþjóðamál
Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði
Guðmundur ræðir um þjóðir og þjóðerni, hvað er það sem myndar þjóð, ógna fólksflutningar hugmyndum um samstöðu og samkennd og hvaða áhrif hefur vaxandi þjóðernishyggja, m.a. hér á landi.
Evrópumál
Helga Vala Helgadóttir, varaformaður Evrópuhreyfingarinnar
Hjörtur J. Guðmundsson, blaðamaður
Helga Vala er einlægur Evrópusinni en Hjörtur er einn talsmanna Heimssýnar sem berst gegn aðild að ESB, þau rökræða aðild að Evrópusambandinu.
Stjórnmál/tollamál
Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður
Dagur B. Eggertsson alþingismaður
Þau Diljá og Dagur ræða tollamál í kjölfar þess að bæði ESB og USA hafa lagt eða hyggjast leggja tolla á vörur framleiddar á Íslandi, hagsmunagæslu okkar og stöðu í framhaldinu.
Vinnumarkaður
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar,
Sólveig Anna bregst við hugmyndum dómsmálaráðherra um þrengri reglur fyrir veitingu dvalarleyfa fólks sem hingað vill koma til starfa.