Listen

Description

Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin.

Í þessum þætti:

Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri Jáverks um húsnæðismál.
Gylfi hefur byggt íbúðir á Íslandi í meira en 30 ár hann ræðir húsnæðismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu og sína sýn á framtíð markaðar þar sem eftirspurn er langt umfram framboð, verð hækkar stöðugt og lítil merki um breytingar á þessari stöðu. 

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra um dómsmál.
Þorbjörg ræðir sín verkefni, málefni saksóknara í kjölfar gagnalekamálsins, lögreglustjórans fyrrverandi á Suðurnesjum, lögreglumál, landamæramál, útlendingamála og fleira. 

Sigríður Á. Andersen, Halla Hrund Logadóttir og Pawel Bartoszek alþingismenn um utanríksimál.
Sigríður, Halla Hrund, og Pawel ræða utanríkismál, stöðu Íslands á óvissutímum, afstöðuna til Ísraels og aðgerðir Íslands vegna ástandsins á Gaza m.a. 

Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri um skapandi greinar.
Anna Hildur sem er fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður Rannsóknaseturs skapandi greina ræðir nýjar rannsóknir á efnahagslegu mikilvægi skapandi greina fyrir Ísland og landsbyggðina sérstaklega.