Listen

Description

Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin.

Í þessum þætti:

Heilbrigðismál
Ragnar Freyr Ingvarsson formaður Læknafélags Reykjavíkur
Sigurður H. Helgason forstjóri Sjúkratrygginga 
Ragnar og Sigurður takast á um fyrirhugaðar breytingar á lögum um kaup á læknisþjónustu sem læknar telja stefna gildandi samningi í voða og freklegt inngrip í rekstur þeirra og stöðu. 


Efnahagsmál
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra 
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins 
Daði og Sigmundur ræða efnahagsástandið í kjölfar áfalla og hugsanlegar aðgerðir í kjölfar þessara atvika, lokunar á Bakka, gjaldþrot Play, rekstrarstöðvun á Grundartanga etc. 


Húsnæðismál/lánamál
Páll Pálsson fasteignasali 
Már Wolfgang Mixa Dósent við HÍ 
Már og Páll ræða áhrif vaxtadómsins nýfallna á fasteignamarkaðinn, húsnæðisverð og lánakjör almennings. Er líklegast að lánakjör versni? 


Kvennaverkfall/jafnréttismál
Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB
Sonja, einn skipuleggjenda, ræðir kvennaverkfallið 24. október, áhrif þess og stöðu jafnréttismála í því samhengi. Svarar jafnframt gagnrýni sem á þessa framkvæmd hefur borist.