Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin.
Í þessum þæti:
Orkumál
Ríkarður Örn Ragnarsson verkefnastjóri Vindorkuvers í Garpsdal
Ríkarður segir frá verkefninu sem nýlega var flutt í nýtingarflokk, fyrst einkarekinna verkefna á Íslandi.
Stjórnmál
Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi utanríkisráðherra og Dagbjört Hákonardóttir alþingismaður
Þau Guðlaugur og Dagbjört rökræða Evrópumálin, fyrirhugaða umsókn Íslands um aðild að ESB sem þegar hefur kallað á kunnuglega og kröftuga andstöðu.
Heilbrigðismál
Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans
Runólfur ræðir heilbrigðiskerfið í ljósi nýrra skýrsla Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar og mönnun og þjónustu Landspítalans. Runólfur lýsir stefnuleysi í kerfinu og segir róttækra breytinga þörf ef það á geta annað eftirspurn.
Nýsköpun
Ásgeir Brynjar Torfason, ritstjóri Vísbendingar
Ásgeir ræðir um nýsköpun, skapandi greinar og hlutverk smáfyrirtækja í framtíðinni en Vísbending hefur nýverið helgað tvö viðamikil blöð þessum greinum.