Listen

Description

Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin.

Í þessum þætti:

Trúmál
Sigríður Guðmarsdóttir, prófessor í Hagnýtri guðfræði
Sigríður ræðir nýja handbók kirkjunnar, breytingar á tungutaki í henni, sálma á erlendum tungumálum í sálmabókum kirkjunnar og átök um eignarhald á kristninni hérlendis og víðar um heim. 


Alþjóðmál
Svandís Svavarsdóttir formaður VG,
Dagur B. Eggertsson alþingismaður 
Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur
Þau ræða sögulegan fund Nató í Haag í síðustu viku þar sem samþykkt var gríðarleg útgjaldaaukning til hernaðaruppbyggingar í Nató-löndunum, þ.m.t. allri Evrópu. 


Efnahagsmál
Halla Gunnarsdóttir formaður VR  
Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA 
Halla og Sigríður ræða nýjar verðbólgutölur og áhrif þeirra - áfall segir Halla fyrir langtíma kjarasamninga, fyrirtæki verði að halda að sér höndunum um hækkun vöruverðs og ljóst þykir að vaxtalækkanir verða engar á meðan staðan er þessi. 


Ferðaþjónusta
Pétur Óskarsson formaður SAF 
Pétur ræðir það sem hann kallar kaldar kveðjur forsætisráðherra til ferðaþjónustunnar. SAF stjórnin er ósátt við forsætisráðherrann og segir neikvæðni hennar í garð vaxtar í ferðaþjónustu valda miklum áhyggjum.