Listen

Description

Um­mæli eld­ast mis­jafn­lega. Sum halda gildi sínu í gegn­um tím­ann en önn­ur hefðu mátt vera ósögð. Í and­rúms­lofti þar sem frægðin í 15 mín­út­ur veg­ur þyngra en inni­haldið verða orðin ódýr – líkt og óþægi­legt suð í eyr­um kjós­enda. Orðræðan myndar ekki far­veg fyr­ir traust á stjórn­mál­um eða helstu stofn­un­um sam­fé­lags­ins. Þar leika fjöl­miðlung­ar og álits­gjaf­ar stórt hlut­verk en mestu ábyrgðina ber­um við stjórn­mála­menn­irn­ir, sem eig­um þó meira und­ir en flest­ir aðrir að njóta trausts fólksins í land­inu.