Listen

Description

Hún er í Sam­fylk­ing­unni. Ég í Sjálf­stæðis­flokkn­um. Sam­kvæmt bók­staf stjórnmálafræðinn­ar erum við póli­tísk­ir and­stæðing­ar. Þó er fleira sem sam­ein­ar okkar en sundr­ar. Við eig­um meiri sam­leið en ætla mætti af þeirri ein­földu mynd sem stjórn­mála­fræðing­ar og fjöl­miðlar draga gjarn­an upp. Við erum bæði sann­færð um að þrátt fyr­ir ýmsa galla sé ís­lenskt sam­fé­lag gott sam­fé­lag, sem er mótað af sögu og menn­ingu, samofið kristn­um gild­um.