Listen

Description

S01E34

 – Sævar Helgi Bragason er stjörnusérfræðingur. Það stendur sennilega ekki á prófskírteininu hans en við þekkjum hann í það minnsta sirka svoleiðis. Hann hefur ótrúlegan áhuga á alheiminum og býr yfir þeirri gjöf að geta talað við okkur hin á þann hátt að við bæði hrífumst með og skiljum. Hann er náttúruverndarsinni og fjölmiðlastjarna, lúði – í jákvæðustu merkingu þess orðs – og gersamlega óþreytandi þegar kemur að því að miðla og fræða. Sævar er þó meira en það því hann er faðir og á von á öðru barni með sambýliskonu sinni. Hann hefur áhuga á fallegum hlutum, eldar góðan mat og drekkur góða drykki. Hann á skemmtilega fortíð að baki og hefur alltaf stefnt rakleiðis í sömu áttina – út í geim.

Gott spjall.

 – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Darko: https://reykjavikroasters.is/shop/dona-darko

 – FlyOver Iceland býður upp á STVF. Fáið 20% afslátt með kóðanum HLJÓÐKIRKJAN á www.flyovericeland.is

 – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.