Listen

Description

S01E39

 – Þórunn Erna Clausen er leikari og tónlistarkona, þótt hún hafi hætt að æfa á píanó þegar hún var tólf ára. Hún trúir á að ekki gefast upp og hlusta á innsæið, þótt það hafi ekki endilega alltaf rétt fyrir sér. Í dag býr hún til flest sín verkefni sjálf og var einmitt að gefa út plötuna „My Darkest Place“ í byrjun febrúar 2021. Þórunn hefur alla tíð samið tónlist en tók ekki að vinna sín eigin lög til enda fyrr en eftir að eiginmaður hennar, Sigurjón Brink, lést árið 2011. Í viðtalinu gefur Þórunn okkur persónulega innsýn í upplifun sína af sorginni og hvernig lífið verður að halda áfram. Eftir missinn sagði hún já við öllum tækifærum sem buðust og deyfði ekki sársaukann með neinu – nema kannski vinnu. En þegar öllu er á botninn hvolft finnst Þórunni Ernu hún hafa verið mjög heppin í lífinu.

Gott spjall.

 – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Darko: https://reykjavikroasters.is/shop/dona-darko

 – Sómi býður upp á STVF. Á gourmet-brettinu er FERSKT PESTÓ og mikið af því: https://somi.is/vorur/ferskt-pesto/

 – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.