Heil og sæl. Í þessum aukaþætti þætti tala ég við Davíð Tómas Tómasson, fyrrum körfuboltadómara, og einhvern fremsta dómara okkar í körfuboltanum undanfarin ár. Hann og KKÍ hafa átt í deilum undanfarið ár og staðan er sú að Davíð Tómas hefur verið settur af sem dómari. Dómaranefnd KKÍ hefur verið gagnrýnd töluvert í fjölmiðlum en ákvörðun þeirra stendur. Í þessu viðtali fer Davíð Tómas yfir málið í heild sinni. KKÍ vill aftur á móti ekki tjá sig um málið opinberlega. Takk fyrir að hlusta og áfram Ísland.