Heil og sæl. Í þætti dagsins heyri ég í Haraldi Hróðmarssyni, Svanhvíti Valtýs og Einari Jónssyni. Enski boltinn er tekinn fyrir sem og spáð í spilin fyrir Azerbaijan-Ísland. Bónusdeildin er á sínum stað og Einar er í spjalli frá Sviss þar sem Fram er að fara að spila í evrópukeppninni í dag. Þetta og sitthvað fleira er í þætti dagsins. Njótið og takk fyrir að hlusta.