Listen

Description

261.þáttur. Mín skoðun.  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er Tippari vikunnar hjá mér og það er mikið hlegið í þessu spjalli. Bráðskemmtilegt.  Elvar Már Friðriksson landsliðsmaður í körfuknattleik er í sjöunda himni eftir að Ísland vann Slóvakíu í gær í undankeppni EM. Elvar Már er léttur, ljúfur og kátur og segir skemmtilegar sögur.  Þá er Þórhallur Dan í skýjunum að vanda en hans menn unnu fótboltaleik í gær. Við ræðum um formannskjör ÍTF og fleira til. Njótið og góða helgi öllsömul.