Aukasendingin fer yfir síðustu umferðir í Dominos deildunum í körfubolta. Farið yfir helstu umræðuefni og atvik síðustu vikna. Ekkert verður skafað af hlutunum.
Umsjón: Ólafur Þór, Davíð Eldur og Bryndís Gunnlaugsdóttir.
Efnisyfirlit:
1.00 - Umræða um Dominos deild kvenna.
2.00 - KR á toppnum en hvað er að gerast hjá Val?
12.00 - Umræða um erlenda leikmenn á villigötum
22.00 - Umræða um Dominos deild karla
22.30 - Keflavík besta liðið þessa dagana - Geitin er mætt á ný
33:30 - ÍR kastaði sigrinum frá sér í Fjósinu
42:45 - Rangir dómar í lok leiks Hauka og Breiðablik
1.05.30 - Sigurvegarar og taparar vikunnar