Rétt fyrir jól tók Helgi Hrafn Ólafsson viðtal við þá Nebosja og Nemanja Knezevic sem spila saman fyrir Vestra í 1. deild karla. Þrátt fyrir sameiginlegt ættarnafn eru þeir ekki skyldir og eru ekki einu sinni frá sama landi. Þeir ræddu um íslenskan körfubolta samanborið við austur-evrópskan, erfiðustu andstæðinga sína hérlendis og kúltúr körfubolta áhangenda í Serbíu ásamt öðrum hlutum. Gestir: Nebosja og Nemanja KnezevicUmsjón: Helgi Hrafn ÓlafssonDagskrá:00:00 - Kynning og hvernig þeir byrjuðu í körfuboltanum úti.08:38 - Hvernig þeir kynntust og hvaða liðum þeir spiluðu með erlendis.12:50 - Hvernig þeir komu til Íslands.17:22 - Hvað þeim finnst um íslenskan körfubolta, bæði í meistaraflokkum og í yngri flokkum.24:10 - Upplifunin að fá að spila aftur með vini sínum.28:12 - Erfiðustu andstæðingar á Íslandi og gengi Vestra í 1. deildinni.34:52 - Bestu leikmenn Íslands/Serbíu/Svartfjallalands, bestu leikir Nebo og Nem á ferlinum og bestu þjálfarar þeirra.42:17 - Körfuboltinn í Serbíu, áhangendur og rígurinn milli Red Star og Partizan49:20 - Aftur á klakann; áhangendur hérlendis og breytt útlendingaregla á næsta ári.