Það er stutt í tímabilið og úrvalsdeild kvenna virðist ætla að verða þrælöflugt. Í tilefni þess heimsótti Karfan.is systurnar Gunnhildi og Berglindi Gunnarsdætur í Stykkishólminn. Þær fóru ekki í úrslitakeppnina á seinasta tímabili og stefna á að laga það á komandi tímabili. Við förum aftur í tímann og skoðum upphaf meistaraflokks kvenna hjá Snæfell og hlutverk systranna innan liðsins. Fjölskylda Gunnhildar og Berglindar styðja þær í öllu (jafnvel þegar Gunnhildur fór í Hauka) og krafturinn í fólkinu í Stykkishólmi almennt er ræddur. Landsliðsverkefnið framundan mun reyna á þær systurnar en þær eru báðar í fantaformi eftir sumarið og tilbúnar að ná sigrum hérna heima í nóvember. Metnaður, samheldni og gleði einkennir þær systurnar og þær tala um það hvernig þær hafa komist svona langt með stuðningi vina, fjölskyldunnar og Snæfells. Njótið vel.Umsjón: Helgi Hrafn Ólafsson00:00:30 - Systurnar ræða kraftröðunina og næsta tímabil00:07:20 - Hvar byrjaði karfan hjá Gunnhildi og Berglindi?00:09:10 - Gunnhildur fer til Hauka og "Gunnarsdóttir"-bolirnir00:15:30 - Umferðarmiðstöðin Ásklifið, heimili fjölskyldunnar00:19:20 - Systurnar og systkinin og mismunandi stefnur í lífinu00:24:30 - Hlutverkin í liðinu og meiðslasaga Berglindar00:30:05 - Snæfellsliðin og Kristen McCarthy Gunnarsdóttir00:36:25 - Landsliðið: Að spila saman þar og næsta verkefni í nóvember00:42:25 - Ferðastandið, að æfa með öðrum liðum í borginni og Ingi Þór00:49:50 - Gunnhildur samræmir foreldrahlutverkið við afreksmennskuna00:54:00 - Krafturinn í Hólminum og besti leikur Berglindar á seinasta tímabili00:59:15 - Metnaður, gleði og samheldni Snæfells (og villur systranna)01:05:05 - Liðsmenn skipta máli01:06:45 - Þjálfarar systranna og stuðningur fjölskyldunnar01:11:15 - Berglind þjálfari, rútínur fyrir leiki og að skoða mistökin sín01:19:00 - "Það er crucial að skipta í eldri og yngri á æfingum"01:25:00 - Lokaráð Gunnhildar og Berglindar