Listen

Description


Karfan settist niður með formanni KKÍ, Hannesi S. Jónssyni, til að ræða ársþingið sem er nýafstaðið og áherslurnar sem félögin lögðu fyrir stjórn KKÍ til framkvæmdar á næsta ári. Við ræðum skuldir félaga og hvaða merkingu slíkt hefur fyrir sambandið í heild ef of mörg félög standa ekki í skilum. KKÍ hefur tekið að sér að greiða dómaragjöld á næsta tímabili fyrir félögin og rukka þú síðan og sömuleiðis verða breytingar gerðar á þjálfaramálum, en þjálfarar yngri flokka þurfa að vera menntaðir ellegar hækka mótsgjöld félaga. Það eru laus störf í boði á skrifstofu KKÍ og hægt er að senda ferilskrár og kynningarbréf á hannes.jonsson@kki.is fyrir 8. apríl næstkomandi. Undir lokin ræðum við um hvernig breytta reglan um erlenda leikmenn hefur gengið og hvernig hægt sé að fjölga fólki í innra starfi félaga (stjórnir, sjálfboðaliðar, o.s.frv.). 

Umsjón: Helgi Hrafn Ólafsson

00:00:15 - Stór félög fjarverandi á ársþingi KKÍ

00:03:00 - Ársþingið setur strangari reglur við skuldum félaga

00:06:30 - Hvað gerist ef að félög standa ekki í skilum á næsta ári?

00:09:25 - KKÍ tekur að sér að borga dómaragjöld og rukkar síðan félögin

00:11:25 - KKÍ leitar nýrra liðsmanna; auglýsa opin störf á skrifstofunni

00:14:15 - Fyrirhugaðar breytingar í þjálfaramálum á næsta tímabili

00:18:00 - Vantaði einhverjar lagabreytingar eða umræðu á þinginu?

00:20:00 - Hvernig hefur breytt regla um erlenda leikmenn gengið?

00:27:00 - Mikilvægi nýliðunar í innra starfi körfuboltans.