Listen

Description

Nýr þáttur af Podcasti Karfan.is er kominn í loftið. Þar ræða Helena Sverrisdóttir og Finnur Atli Magnússon lífið og tilveruna, bæði innan og utan körfunnar. Hjónin tilvonandi (sem gifta sig í sumar) fara yfir fyrstu minningarnar úr körfunni, tala um fyrsta stefnumótið sitt, ræða körfuboltann í Hafnarfirði og hvernig systkini makans hafi tekið á móti sér. Við ræðum seinasta spennuleik beggja og atvinnumennsku hjá íslenskum leikmönnum. Að lokum spá þau í úrslitakeppnina hjá hinu og hvort að þriðji gesturinn í viðtalinu muni verða körfuboltastjarna.Umsjón: Helgi Hrafn Ólafsson00:00:45 - Hvar byrjaði karfan hjá Helenu og Finni (og kynning á þriðja gestinum)00:08:15 - Þegar Finnur og Helena kynntust (fyrstu kynni og fyrsta deitið)00:15:30 - Hvernig hvatningin er á heimilinu hjá Helenu og Finni00:17:20 - Haukarnir og uppgangur körfubolta í Hafnarfirði00:23:10 - Þjálfararnir Helena og Finnur (og koma Finns í Hauka)00:29:50 - Finnur og Helena og samband þeirra00:34:50 - Seinasti leikur beggja fyrir 4-liða úrslitin (leikur 5 gegn Keflavík hjá Finn, framlengdur leikur gegn Skallagrím hjá Helenu)00:39:30 - Systkini Finns og Helenu; að mætast bæði innan og utan vallar00:47:40 - Körfuboltinn eftir að barn kemur í heiminn (og hlutverk innan Hauka)00:51:50 - Framtíð körfuboltans í Hafnarfirði (leikmenn á leið upp, aðrir á leið út í atvinnumennsku og sumir í öðrum liðum)00:57:20 - Atvinnumennska erlendis í kvennakörfunni, hvað þarf að gerast til að fleiri íslenskar komist út í atvinnumennsku?01:05:40 - Helena og Finnur að þjálfa meistaraflokkana eftir einhver ár?01:08:30 - Spáð í spilin með úrslitakeppnina (Helena spáir fyrir um karlana, Finnur um konurnar)