Nú þegar rúmlega einn þriðji er liðinn af tímabilinu er kominn tími á smá uppgjör. Í þessari síðustu upptöku af NBA podcasti Körfunnar eru veitt verðlaun fyrir þessa fyrstu mánuði og spáð í hvernig tímabilið muni þróast.
Gestur þáttarins er leikmaður A liðs Breiðabliks í Dominos deild karla, Tómas Steindórsson.
NBA podcast Körfunnar er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á afsláttarkóðann Karfan.is þegar pantað er með appi eða í gegnum Dominos.is.
Umsjón: Davíð Eldur & Sigurður Orri
Dagskrá:
00:00 - Létt hjal og spjall við Tómas um A lið Blikana
07:00 - Hvaða lið hefur valdið mestum vonbrigðum?
14:00 - Hvaða leikmaður hefur valdið mestum vonbrigðum?
22:00 - Versta viðbótin við lið?
28:00 - Besta viðbótin við lið?
33.30 - Sjötti maður tímabilsins?
38:00 - Mestu framfarirnar?
44:00 - Varnarmaður tímabilsins?
50:00 Nýliði ársins?
58:00 - Þjálfari ársins?
66:00 - Besti leikmaður ársins?