Listen

Description



Þetta podcast Körfunnar er öðruvísi en önnur að því leyti að við söfnuðum saman pallborði til að ræða höfuðmeiðsli og heilahristinga. Pallborðið samanstóð af Láru Ósk Eggertsdóttur Claessen, deildarlækni á Grensási, Maríu Björnsdóttur, sjúkraþjálfara og leikmanni Snæfells, og Rögnu Margréti Brynjarsdóttur, sálfræðinema og landsliðskonu í körfubolta. María og Ragna Margrét þurftu báðar að taka sér ótímabundið frí frá körfubolta eftir að þær fengu heilahristinga á seinasta keppnistímabili og hafa ásamt Láru unnið að því að auka vitund á einkennum heilahristinga og réttum viðbrögðum ef grunur leikur á heilahristingi í leik eða á æfingu. Þær María og Ragna Margrét segja sögurnar sínar og Lára kemur inn á algengi heilahristinga og mögulegar hættur á bak við að greina þá ekki þegar þeir gerast. Við ræðum hvað skal gera næstu daga eftir heilahristinga og ferlinu að komast "Aftur í leik" (https://bit.ly/2C1etq4). Það skiptir höfuðmáli, ef svo má að orði komast, að greina heilahristinga þegar þeir gerast og við ræðum rétt viðbrögð og hvernig skal meta höfuðmeiðsli (https://bit.ly/2NvQK3s) ásamt því að kynna stuttlega vasa-útgáfuna af prófinu (https://bit.ly/2RyIO4w). Lára og Ragna Margrét segja frá rannsókn sem þær taka þátt í ásamt leiðbeinendum sínum (María K. Jónsdóttir, Hafrún Kristjánsdóttir og Helga Ágústa Sigurjónsdóttir) og öðrum rannsakendum (Ingunn Unnsteinsdóttir Kristensen og Silja Runólfsdóttir). Í lokin drögum við allt saman og sendum mikilvægan boðskap út til körfuboltasamfélagsins í tengslum við umræðuefnið.

Umsjón: Helgi Hrafn Ólafsson

00:00:50 - Pallborðið kynnir sig

00:02:00 - María segir sína sögu

00:06:00 - Ragna Margrét segir sína sögu

00:10:00 - Lára ræðir algengi heilahristinga og hætturnar

00:12:30 - Ekki harka af þér - hvíldu þig

00:16:15 - Aftur í leik leiðbeiningar (Return-to-play protocol)

00:20:15 - Einfaldir hlutir geta orðið erfiðir eftir heilahristinga

00:22:00 - Rétt viðbrögð - grunur um heilahristing

00:29:00 - Vitund í heilbrigðisgeiranum og samfélaginu

00:32:55 - Er hægt að fyrirbyggja heilahristinga í íþróttum?

00:38:50 - Hvað gerist þegar þú færð heilahristing?

00:42:05 - Rannsókn á afrekskonum sem hafa fengið heilahristinga

00:47:10 - Endurtekin höfuðhögg og hætturnar

00:49:00 - Mikilvægasti boðskapurinn frá pallborðinu
00:52:10 - Hvernig hafa þær María og Ragna Margrét það í dag?