Þetta podcast Körfunnar er öðruvísi en önnur að því leyti að við söfnuðum saman pallborði til að ræða höfuðmeiðsli og heilahristinga. Pallborðið samanstóð af Láru Ósk Eggertsdóttur Claessen, deildarlækni á Grensási, Maríu Björnsdóttur, sjúkraþjálfara og leikmanni Snæfells, og Rögnu Margréti Brynjarsdóttur, sálfræðinema og landsliðskonu í körfubolta. María og Ragna Margrét þurftu báðar að taka sér ótímabundið frí frá körfubolta eftir að þær fengu heilahristinga á seinasta keppnistímabili og hafa ásamt Láru unnið að því að auka vitund á einkennum heilahristinga og réttum viðbrögðum ef grunur leikur á heilahristingi í leik eða á æfingu. Þær María og Ragna Margrét segja sögurnar sínar og Lára kemur inn á algengi heilahristinga og mögulegar hættur á bak við að greina þá ekki þegar þeir gerast. Við ræðum hvað skal gera næstu daga eftir heilahristinga og ferlinu að komast "Aftur í leik" (https://bit.ly/2C1etq4). Það skiptir höfuðmáli, ef svo má að orði komast, að greina heilahristinga þegar þeir gerast og við ræðum rétt viðbrögð og hvernig skal meta höfuðmeiðsli (https://bit.ly/2NvQK3s) ásamt því að kynna stuttlega vasa-útgáfuna af prófinu (https://bit.ly/2RyIO4w). Lára og Ragna Margrét segja frá rannsókn sem þær taka þátt í ásamt leiðbeinendum sínum (María K. Jónsdóttir, Hafrún Kristjánsdóttir og Helga Ágústa Sigurjónsdóttir) og öðrum rannsakendum (Ingunn Unnsteinsdóttir Kristensen og Silja Runólfsdóttir). Í lokin drögum við allt saman og sendum mikilvægan boðskap út til körfuboltasamfélagsins í tengslum við umræðuefnið.
Umsjón: Helgi Hrafn Ólafsson
00:00:50 - Pallborðið kynnir sig
00:02:00 - María segir sína sögu
00:06:00 - Ragna Margrét segir sína sögu
00:10:00 - Lára ræðir algengi heilahristinga og hætturnar
00:12:30 - Ekki harka af þér - hvíldu þig
00:16:15 - Aftur í leik leiðbeiningar (Return-to-play protocol)
00:20:15 - Einfaldir hlutir geta orðið erfiðir eftir heilahristinga
00:22:00 - Rétt viðbrögð - grunur um heilahristing
00:29:00 - Vitund í heilbrigðisgeiranum og samfélaginu
00:32:55 - Er hægt að fyrirbyggja heilahristinga í íþróttum?
00:38:50 - Hvað gerist þegar þú færð heilahristing?
00:42:05 - Rannsókn á afrekskonum sem hafa fengið heilahristinga
00:47:10 - Endurtekin höfuðhögg og hætturnar
00:49:00 - Mikilvægasti boðskapurinn frá pallborðinu
00:52:10 - Hvernig hafa þær María og Ragna Margrét það í dag?