Á morgun hefjast lokaúrslit Dominos deildar kvenna með fyrstu viðureign Hauka og Vals í DB Schenker Höllinni í Hafnarfirði. Degi seinn fara lokaúrslit Dominos deildar karla svo af stað í Síkinu á Sauðárkróki með fyrsta leik Tindastóls og KR.Podcast Körfunnar fékk aðstoðarþjálfara Hauka, Vilhjálm Steinarsson, til þess að rýna í báðar viðureignir, fara yfir viðsnúning Hauka síðasta árið og ræða nokkra hluti sem hafa verið að gerast síðustu daga í deildinni.Umsjón: Davíð Eldur og Ólafur Þór Dagskrá:Ferill Vilhjálms, frá Haukum til Keflavíkur og til baka (01:00)Viðsnúningur Hauka frá síðasta tímabili (09:00)8 lið úrslitin gegn Keflavík (21:00)Undanúrslitin gegn KR (26:30)Úrslitasería Tindastóls og KR (39:00)Úrslitasería Hauka og Vals (51:00)Þjálfaraskipti félaga síðustu daga og umræður (62:00)Betri Þjálfun podcast hans og Guðjóns (75:00)