Í þessum þætti er farið í mjög viðkvæmt mál. Fjallað er um andlát Kurt Cobain, söngvara Nirvana.. Farið er í ýmsar staðreyndir og kenningar um dauða hans, ástæður, aðdragandann og mögulegar gerendur.
Í þessari viku fylgir auka þáttur með þessum þætti. Í þeim þætti spjallar Elva við Heiðar, söngvara Botnleðju um Grunge tónlist og áhrif Nirvana.
Fjallað er um sjálfsvíg og hvet ég þá sem finna fyrir vanlíðan og upplifa sjálfvígshugsanir að hafa samband við 1717 eða Píeta í síma 5522218. Einnig er hægt að fá ráðgjöf í gegnum netið hjá 1717.is og getur ungt fólk nýtt sér ráðgjöf og stuðning Bergsins með því að hafa samband í síma 571 5580 eða bergid.is