Gleðilegan Veganúar!
Loksins kynnum við inn nýjan þáttastjórnanda! Sóttkví og einangrun hefur sett strik í upptökur síðustu vikur en við trúum að bráðum komi betri tíð.
Axel F Friðriksson kíkti til mín frá Samtökum Grænkera og segir okkur frá Veganúar. Hverjir taka þátt? Hversu all-in þarf man að vera? Má taka þátt ef man borðar ennþá kjöt?
Þessi þáttur er sérstaklega tileinkaður þeim sem eru ekki orðin vegan, en langar að kynna sér málefnið.
Promoe - These walls don't lie
-
Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.