Þórdís Ólöf heldur úti síðunni grænkerar.is en þar má finna uppskriftir og annan fróðleik. Hún hefur verið vegan í 6 ár og farið í gegnum tvær meðgöngur á því tímabili. Eva hefur farið í gegnum tvær meðgöngur, eina fyrir grænkera-lífstílinn og aðra eftir. Þær ræða sínar upplifanir og hvað þarf helst að passa uppá á vegan meðgöngu.
Intro: Promoe - These walls don’t lie
-
Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.