Listen

Description

Í þessum fyrsta þætti  var mjög viðeigandi að fá í heimsókn leikarahjónin Gunnar Helgason og Björk Jakobsdóttur. Gunni & Björk eiga bæði ótrúlegan feril að baki á sviði listarinnar, bæði sem leikarar og leikstjórar og einnig sem rithöfundar. Fyrir utan að vera bæði ógeðslega skemmtileg og fyndin , þá hafa þau verið saman í tæp þrjátíu ár, hvorki meira né minna og höfðu frá mörgum frábærum sögum að segja. Þetta var virkilega skemmtilegt spjall við þessi geggjuðu hjón þar við ræddum lífið og listina ásamt mörgu öðru þar sem þau meðal annars deildu með mér þeirra besta aprílgabbi, vafasömu áhættuatriði þeirra beggja á deit tímabilinu og galdrinum við að viðhalda löngu og farsælu hjónabandi.