Listen

Description

Ingileif Friðrikdsóttir og María Rut Kristinsdóttir eru  sannkallaðar kjarnakonur sem búa yfir þeim eiginleika að segja alveg einstaklega skemmtilegar sögur og hafa þær lent í allskonar ævintýrum á tíma sínum saman.  Ingileif og María hafa verið saman síðan 2013 en þær giftu sig eftirminnilega á Flateyri árið 2018 og eiga þær saman tvo stráka. 

Það væri auðveldlega hægt að henda í góða bók um alla þá flottu hluti sem þær hafa gert í gegnum tíðina hvort sem það er í tengslum við pólitík, fjölmiðla, bókaútgáfu, aktivisma, og svo lengi mætti telja. 

 Í þættinum sögðu þær mér meðal annars frá ansi skrautlegum fyrstu kynnum Maríu við tengdarforeldra sína,  óþæginlegri tilraun Ingileifar til þess að vera rómantísk í karaoke og fyrstu kynnum þeirra í leigubíl síðla nætur árið 2013 en hafa þær verið óaðskiljanlegar síðan þá.

Þátturinn er í boði:

Blush.is -     https://blush.is/

Ajax -            https://verslun.ojk.is/#stockitems/src:ajax

Spaðinn -    https://spadinn.is/