Tinna Björk Kristinsdóttir og Ingólfur Grétarsson eru líklega með fyndnari pörum landsins. Þau eiga það sameiginlegt að hafa skotist hratt upp á stjörnuhimininn á samfélagsmiðlum fyrir nokkrum árum, einfaldlega með því að vera fyndin og sniðug með húmorinn að vopni. Síðan þá hafa þau vaxið gríðarlega á þeim vettvangi, þau hafa tekið þátt í hinum ýmsu verkefnum og halda í dag úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins undanfarinna ára “Þarf alltaf að vera grín?”.
Það var ótrúlega gaman að setjast niður með þeim og fara yfir söguna þeirra, heyra hvernig þetta allt saman byrjaði og skyggnast aðeins bakvið tjöldin hjá þessum miklu meisturum. Í þættinum ræddum við ástina, húmorinn, stjúpforeldrahlutverkið og lífið almennt og fylgdu með margar einstaklega góðar sögur sem voru hver annarri kostuglegri. Njótið vel!
Þátturinn er í boði:
Blush.is - https://blush.is/
Ajax - https://verslun.ojk.is/#stockitems/src:ajax
Spaðinn - https://spadinn.is/