Listen

Description

Þorbjörg Marínósdóttir eða Tobba Marínós, eins og hún er gjarnan kölluð, kom í skemmtilegt spjall ásamt eiginmanni sínum Karli Sigurðssyni. 
Tobba er með eindæmum fjölhæf en hún hefur í gegnum tíðina verið áberandi á hinum ýmsu sviðum svo sem í fjölmiðlum, sem rithöfundur og undanfarið hefur hún látið til sín taka í matvælabransanum en árið 2019 hóf hún framleiðslu á handgerðu granóla sem hefur slegið rækilega í gegn.
Kalli, eiginmaður Tobbu,  er ekki síður afkastamikill en hann ætti að vera mörgum kunnugur sem einn af stofnendum og er meðlimur hljómsveitarinnar Baggalútar sem hefur skipað sér stóran sess í huga og hjörtum landsmanna.  
Tobba og Kalli hafa verið saman í rúm 11 ár og giftu þau sig með pompi og prakt á Ítalíu árið 2019. Í þættinum fáum við að heyra söguna bak við það hvernig Tobba og Kalli felldu hugi saman hér um árið, við fórum yfir Baggalútar ævintýrið sem hófst hjá nokkrum vinum úr MH, ritstjóraferil Tobbu á dv og margt fleira ásamt því að fá góðar sögur úr þeirra sambandstíð beint í æð.

Þátturinn er í boði:

Blush.is -     https://blush.is/

Ajax -            https://verslun.ojk.is/#stockitems/src:ajax

Spaðinn -    https://spadinn.is/