Hver man ekki eftir því þegar Níels Thibaud Girerd eða Nilli, birtist eins og þruma úr heiðskýru lofti á sjónarsvið landsmanna örlagaríkt kvöld fyrir rúmum 11 árum síðan en vakti hann þá mikla athygli þegar hann náðist á upptöku Monitor TV í skrautlegu samtali við tónlistarmanninn Berndsen þar sem hann endaði á því að rappa fyrir alþjóð.
Upp því áhugaverða augnarbliki hófst í raun ferill Nilla þar sem hann fékk í kjölfarið sinn eigin sjónvarpsþátt á Mbl.is ásamt því að vera í fleiri þáttum, til dæmis Týndu kynslóðinni á Stöð 2 ásamt Birni Braga. Það kemur manni svosem ekkert á óvart að Nilli hafi vakið athygli þarna um árið en ég er handviss um það að Nilli hefði endað í sviðljósinu með einum eða öðrum hætti, enda hefur Nilli að geyma alveg hreint stórbrotinn karakter sem þið fáið heldur betur að kynnast í þessum þætti. Í dag er Nilli nýútskrifaður leikari frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands og á hann framtíðina fyrir sér á sviði listarinnar.
Það var ótrúlega gaman að fá hann til mín einlægt og stórskemmtilegt spjall ásamt hans betri helming, sem er ekki síður áhugaverð, henni Sóleyju Guðmundsdóttur. Nilli og Sóley eru gott dæmi um tvo ólíka einstaklinga sem virka einstaklega vel saman.
Sóley er menntaður íþróttafræðingur ásamt því að vera ný útskrifuð með master í Blaða- og fréttamennsku og spilar hún knattspyrnu af kappi með Stjörnunni á meðan Nilli veit lítið sem ekkert um íþróttir, hlustar á óperur og einbeitir sér að listinni dags daglega.
Í þættinum fórum við meðal annars yfir það hvernig það er að vera alinn upp af fjórum kvennmönnum, ræddum um óhefðbundin stefnumót, fótboltann, óperuna og allt þar á milli.
Þátturinn er í boði:
Blush.is - https://blush.is/
Ajax - https://verslun.ojk.is/#stockitems/src:ajax
Spaðinn - https://spadinn.is/