Það var mér sannur heiður að fá listahjónin Þorstein Bachmann og Göggu Jónsdóttur til mín í spjall en þau eru miklir snillingar bæði tvö.
Þorsteinn er einn fremsti leikari þjóðarinnar en hann hefur leikið hvert stórhlutverkið á fætur öðru í gegnum tíðina, nú síðast í Netflix seríunni Kötlu sem kom út á dögunum og hefur slegið rækilega í gegn.
Gagga er ekki síður hæfileikarík en hún hefur getið sér gott orð bakvið myndavélina bæði sem kvikmyndaframleiðandi og nú undanfarið sem handritshöfundur og leikstjóri en hún leikstýrði til að mynda bíómyndinni “Saumaklúbburinn” sem er í kvikmyndahúsum um þessar mundir. Ég skellti mér einmitt á myndina í bíó um daginn og get ég heldur betur mælt með henni en hún var sjúklega fyndin.
Þorsteinn og Gagga smullu saman árið 2005 þegar þau hittust fyrst í frágangi við gerð myndarinnar Flags of our fathers.
Í dag hafa þau verið gift í 12 ár, eiga saman tvær dætur og eru einstaklega samstíga í lífinu; eru miklir vinir og deila áhugamálum og lífssýn sem þau deildu með mér í þættinum.
Við fórum yfir söguna þeirra í þessu virkilega skemmtilega spjalli yfir poka af Góu kúlum, sem er í sérstöku uppáhaldi hjá þeim hjónum.
Við ræddum meðal annars trúlofunina þeirra á Ban Thai, kvikmyndagerðina og listina, ferðalag þeirra til Mallorca sem breyttist í martröð og deildi Gagga með okkur frábærri sögu af fæðingardeildinni þar sem litlu hefði mátt muna að Þorsteinn hafi komið ansi skrautlegur til fara í fæðingu dóttur þeirra.
Njótið vel!
Þátturinn er í boði:
Blush.is - https://blush.is/
Ajax - https://verslun.ojk.is/#stockitems/src:ajax
Spaðinn - https://spadinn.is/
Instagram:
https://www.instagram.com/betrihelmingurinn_/