Sirrý Arnardóttir og Kristján Franklín Magnúss eru viðmælendur þáttarins að þessu sinni og þó ég segi sjálfur frá þá var þetta alveg með eindæmum gott spjall sem kemur skemmtilega á óvart.
Sirrý & Kristján hafa verið saman í 37 ár, hvorki meira né minna, og eins og þið getið rétt ýmindað ykkur þá eiga þau fjöldan allann af sögum í pokahorninu og hafa þau hjón einstakt lag á því að segja skemmtilega frá.
Margir muna eflaust eftir Sirrý sem spjallþáttadrottningunni úr sjónvarpsþættinum vinsæla "Fólk með Sirrý" sem var sýndur á Skjá Einum um árabil en hún á að baki yfir 30 ára farsælan feril í fjölmiðlum. Sirrý er ekki þekkt fyrir að sitja auðum höndum meðal annars hefur hún einnig gefið út fjöldann allan af bókum og sérhæft sig í að þjálfa fólk í öruggri tjáningu og samskiptafærni.
Kristján er leikari og var hann framan af á fjölum leikhúsanna en hefur undanfarin ár og áratugi verið áberandi í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á borð við til dæmis Ófærð, Vonarstræti og Eiðinn. Kristján er með einstaklega hljómþýða rödd og er því ekki að undra að hann hefur talað inn á ófáar teiknimyndir og nú í seinni tíð lesið inná hverja bókina á fætur annarri á Storytel.
Eins og fyrr kom fram er þetta spjall stútfullt af frábærum sögum og sögðu þau mér meðal annars frá því þegar hin bálskotna Sirrý beið spennt á Lækjarbrekku á níunda áratugnum eftir herranum sem aldrei kom, kostuglegum aprílgöbbum sem tekin eru alla leið og hvernig það er að viðhalda sambandi í 37 ár.
Njótið vel!
Þátturinn er í boði:
Blush.is - https://blush.is/
Spaðinn - https://spadinn.is/
Ajax
Instagram:
https://www.instagram.com/betrihelmingurinn_/