Það hlaut að koma að því að undirritaður þyrfti að taka þátt í sóttkví gleði allra landsmanna og er þáttur dagsins litaður af því og var tekinn upp strangheiðarlega heima í stofu ásamt einu manneskjunni sem ég má vera nálægt þessa dagana sem er að sjálfsögðu minn betri helmingur. Við Sara tókum lauflétt spjall með gott möns á kantinum og stikluðum á stóru um okkar sambandstíð og fórum til dæmis yfir það hvernig það er að koma inn í samband þar sem börn eru í spilinu.
Síðar í þættinum átti ég síðan gott zoom- spjall við leikkonuna Júlíönu Söru Gunnarsdóttur sem hefur gert garðinn frægan til dæmis í sjónvarpsþættinum vinsæla Venjulegt Fólk og hennar betri helming, Andra Jóhannesson þyrluflugmann hjá Landhelgisgæslunni og hljóðmann með meiru. Júlíana og Andri gripu símann á lofti sólbrún og sælleg nýlent frá Tenerife þar sem þau hafa verið að njóta undanfarna viku.
Þess má til gamans má geta að Júlíana er barnsmóðir mín og munum við vinna að því sameiginlega markmiði næstu árin að skila þessum litlu einstaklingum okkar ágætlega heilsteyptum út í lífið.
Í þættinum fórum við meðal annars yfir hvernig það er að ala upp börn á tveimur heimilum, ásamt því að ég fékk að skyggnast inn í líf þeirra beggja og sögðu þau mér aðeins frá því hvað þau eru að sýsla þessa dagana.
Þátturinn er í boði:
Blush.is - https://blush.is/
Spaðinn - https://spadinn.is/
Ajax
Instagram:
https://www.instagram.com/betrihelmingurinn_/