Listen

Description

Fegurðardrottningin, áhrifavaldurinn og flugfreyjan Fanney Ingvarsdóttir kíkti til mín í skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi, Teiti Páli Reynissyni.  Eins og margir vita hreppti Fanney titilinn “Ungfrú Ísland” árið 2010 sem opnaði fyrir hana ýmsar dyr og varð hún fljótlega í kjölfarið  afar áberandi á samfélagsmiðlum þar sem hún leyfir fólki að skyggnast inní líf sitt sem móðir, fagurkeri og tískumógúll með meiru. Fanney hefur einnig starfað sem flugfreyja um árabil en hefur nú sagt skilið við háloftin í bili og hlakkar til að takast á við nýjar áskoranir á jörðu niðri.
Teitur er viðskiptafræðingur og vinnur hann í Landsbankanum, nánar tiltekið í eignastýringu, þar sem hann hjálpar fólki að breyta einum dollara í tvo. Teitur er einnig mikill áhugaljósmyndari og stendur hann sig svo sannarlega í stykkinu í hlutverki sínu sem “insta husband”.
Í þættinum sögðu mér meðal annars frá afar óvæntum og örlagaríkum hitting þeirra í lyftu í Bandaríkjunum,  dálæti Fanneyjar á pizzum,  skósafn þeirra beggja sem er sennilega það stærsta á landinu og sögðu þau mér einstaklega  skondna sögu af óförum þeirra í brúðkaupi aldarinnar á Ítalíu þar sem þau misstu sig aðeins í gleðinni, eins og gengur og gerist.
Njótið vel!

Þátturinn er í boði:

Blush.is -     https://blush.is/

Spaðinn -    https://spadinn.is/

Ajax

Instagram:
https://www.instagram.com/betrihelmingurinn_/