Listen

Description

Í þessum þætti átti ég stórskemmtilegt spjall við listaparið Þuríði Blæ Jóhannsdóttur og Guðmund Felixsson. Blær og Gummi eiga sér töluvert öðruvísi baksögu en mörg önnur pör en þau höfðu verið góðir vinir síðan í grunnskóla áður en þau byrjuðu loksins saman árið 2015 og segja þau einmitt skemmtilega frá því í þættinum þegar Gummi skutlaði Blæ á stefnumót við annan dreng og hjálpaði henni að “banga” eins og hann orðaði það.
Blær hefur verið fastráðin leikkona hjá Borgarleikhúsinu undanfarin sex ár og kemur hún reglulega fram á skjánum í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hún er einnig einn af stofnendum og meðlimur hljómsveitarinnar Reykjarvíkurdætur sem hefur gert garðinn frægan víðsvegar um heiminn.
Gummi er leikari en hann útskrifaðist af sviðshöfundabraut LHÍ og er einn af meðlimum spunahópsins Improv Island ásamt því að vera í hinum og þessum verkefnum en hann til dæmis er einn af höfundum og leikari sketsa-þáttanna Kanarý sem sýndir eru á rúv núll.
Ég hafði virkilega gaman af þessu spjalli sem einkenndist af húmor, góðum sögum og mikilli einlægni en við ræddum til dæmis listina, ástartungumál, hvernig það er að byrja í sambandi eftir langa vináttu, fegurðina á bak við það að fara saman til sálfræðings og sögðu þau mér frábæra sögu af óförum Gumma á kayak í grennd við nektarströnd í Barcelona.

Þátturinn er í boði:

Blush.is -     https://blush.is/

Spaðinn -    https://spadinn.is/

Ajax