Listen

Description

Það er óhætt að segja Arna Petra Sverrisdóttir sé einn vinsælasti vídjó-bloggari landsins en hún heldur úti vinsælli Youtube-rás ásamt því að vera bloggari á Trendnet þar sem hún deilir öllu milli himins og jarðar allt frá tískupælingum til fæðingar frumburðarins. 
Arna Petra var búsett í Svíþjóð ásamt Tómasi Inga Gunnarssyni, kærasta sínum og betri helmingi, sem var í flugnámi í sænskum flugskóla þegar hún byrjaði vídjó-blogg ævintýrið mikla á Youtube fyrir rúmum tveimur árum. 
Síðan þá hefur miðillinn hennar stækkað og vakið  mikla athygli sérstaklega fyrir þær sakir hversu vel gerð og einstaklega persónuleg myndböndin eru en tók hún til að mynda fylgjendur sína svo gott sem með í meðgönguferlið eins og það lagði sig og deildi hún síðan fæðingunni sjálfri, allt frá því hún missti vatnið og þar til hún fékk dóttur þeirra Tómasar á bringuna í fyrsta sinn. 
Arna Petra og Tómas hafa verið saman síðan þau voru fjórtán ára, hvorki meira né minna en leiðir þeirra lágu saman í páskabingói í Hvalfirðinum árið 2012 skömmu áður en Arna Petra henti í “poke” á facebook og var þá ekki aftur snúið. 
Í þættinum fórum við meðal annars yfir hvernig það er að byrja í sambandi svo snemma á unglingsárunum, Svíþjóðar-ævintýrið þeirra, heimsreisuna miklu, hvernig það er að opna líf sitt upp á gátt fyrir alheiminum og deildu þau með mér skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð. 

Þátturinn er í boði:

Blush.is -     https://blush.is/

Spaðinn -    https://spadinn.is/

Ajax