Listen

Description

Það var mér sannur heiður að fá kjarnakonuna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur til mín í einlægt og ótrúlega gott spjall ásamt eiginmanni hennar, Kristjáni Arasyni. Þorgerður er eins og flestir vita alþingismaður en hún hefur verið á alþingi síðan 1999. Í dag er hún formaður Viðreisnar og hefur gegnt því veigamikla hlutverki síðan 2017. 
Kristján er fyrrum handbolta legend með meiru en hann fór út í atvinnumennsku á sínum tíma ásamt því að vera lykilmaður í íslenska landsliðinu og árið 1989 var hann í fjórða sæti á lista yfir bestu handboltamenn heims. Í dag er Kristján sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá fyrirtækinu Centra HF.
Þorgerður og Kristján hafa verið saman meirihlutann af ævi þeirra beggja en þau deildu með mér í þættinum sögunni af þeirra fyrstu kynnum á unglingsárunum, sem var þá ákveðið áhyggjuefni hjá foreldrum Þorgerðar, en hafa þau verið saman allar götur síðan og gengið saman í gegnum lífsins hæðir og lægðir í hartnær 40 ár og þremur börnum ríkari. 
Mikil vinátta og gagnkvæm virðing skín af Þorgerði og Kristjáni sem skilar sér vel út í þáttinn en við ræddum meðal annars hvernig það er að sameina fjölskyldulífið og pólitíkina, handbolta ferilinn og atvinnumennskuna, Ísland got talent ævintýrið, mikilvægi vináttunnar, rómantísku esjugönguna sem aldrei var farin og deildu þau með mér virkilega góðum sögum úr þeirra sambandstíð.

Þátturinn er í boði:

Blush.is -     https://blush.is/

Bagel 'n' Co -   https://thebagelco.dk/pages/island

Spaðinn -
https://spadinn.is

Ajax   

Brynju ís