Listen

Description

Í þessum þætti átti ég skemmtilegt spjall við Rakel Orradóttur og hennar betri helming, Rannver Sigurjónsson. Rakel er samskiptastjóri hjá Swipe Media og áhrifavaldur ásamt því að vera annar umsjónarmaður hlapvarpsins “Ástríðukastið” sem fjallar um samskipti í samböndum, kynlíf og allt þar á milli en það má heldur betur segja þessi málefni séu Rakel afar hugleikin en hún er einmitt ný sest skólabekk þar sem hún stefnir á að verða sambandsráðgjafi í náinni framtíð.  
Rannver eða Ranni, eins og hann er gjarnan kallaður, starfar sem kírópraktor á Kírópraktorstöðinni og margir þekkja hann einfaldlega sem Ranna Kíró en hann var lengi vel í fótbolta og varð meðal annars íslandsmeistari með Breiðablik árið 2010.
Rakel og Ranni höfðu bæði verið í öðrum samböndum áður en þau hófu sitt ævintýri saman fyrir tveimur árum síðan og áttu þau bæði fyrir tvö börn en vilja þau meina að alheimurinn hafði verið löngu búinn að ákveða að þeirra leiðir ættu saman þegar rétti tíminn kæmi.
Í þættinum fórum við um víðan völl og ræddum meðal annars hvernig það er að sameina tvær fjölskyldur í nútíma samfélagi, heilsu, skólakerfið, að verða ástfanginn í covid, hversu gríðarlega mikilvæg góð samskipti eru og sögðu þau mér eina góða og dálítið vandræðanlega sögu úr svefnherberginu á einu af þeirra fyrstu stefnumótum sem kostaði blóð, svita og tár. 

Þátturinn er í boði:

Blush.is -     https://blush.is/

Bagel 'n' Co -   https://thebagelco.dk/pages/island

Spaðinn -
https://spadinn.is

Brynju ís   

Ajax