Í þessum þætti átti ég einlægt og stórskemmtilegt spjall við Björgvin Pál Gústavsson, landsliðsmarkvörð í handbolta, og eiginkonu hans og betri helming Kareni Einarsdóttur.
Björgvin Páll er einn reynslumesti leikmaður landsliðsins í dag en hann á að baki yfir 230 landsleiki og hefur farið á 13 stórmót síðan á ólympíuleikunum í Peking árið 2008 þar sem landsliðið hreppti silvurverðlaunin eftirminnilegu. Björvin Páll er með marga bolta á lofti en í dag spilar hann með Val ásamt því að hafa snúið sér að þjálfun og vinnur hann einnig inni í skólakerfinu þar sem hann heldur fyrirlestra og fræðslu fyrir börn og unglinga.
Karen er meistaranemi í náms- og starfsráðgjöf ásamt því að vera í fæðingarorlofi eins og stendur en þau eignuðust sitt fjórða barn fyrr á þessu ári og eru þau Björgvin eru tiltölulega nýlega flutt aftur heim til Íslands eftir marga ára dvöl hér og þar í Evrópu þar sem Björgvin hefur verið í atvinnumennsku.
Karen og Björgvin segja skemmtilega frá því í þættinum hvernig leiðir þeirra lágu saman á unglingsárunum en Björgvin var á þeim tíma góður vinur eldri bróður hennar þar sem þeir spiluðu saman handbolta og kolféll hann að eigin sögn fyrir fermingarmyndinni af Kareni sem prýddi vegg heimilisins sem varð á vegi hans í einu strákapartíinu það sumarið. Hlutirnir voru fljótir svo að gerast hjá þeim hjúum eftir að boltinn fór að rúlla og var hann fluttur inn til fjölskyldunnar tveimur árum síðar. Í þættinum fórum við um víðan völl og fórum við einnig við meðal annars yfir landsliðsferilinn og atvinnumennskuna, erfiðleika þeirra við að eignast börn, þrifgleði Björgvins og deildu þau með mér frábærum sögum, meðal annars einni góðri af óförum þeirra í ljósabekkjum hér um árið.
Þátturinn er í boði:
Blush.is - https://blush.is/
Bagel 'n' Co - https://thebagelco.dk/pages/island
Spaðinn - https://spadinn.is
Ajax