Listen

Description

Þau Reynir Lyngdal og Elma Lísa Gunnarsdóttir eru sannkölluð listahjón en þau hafa bæði getið sér gott orð í leiklistarheiminum, Elma Lísa sem leikkona og Reynir sem leikstjóri- og kvikmyndagerðarmaður. 
Það er nóg að gera hjá þeim um þessar mundir en Reynir er meðal annars að leikstýra áramótaskaupinu þriðja árið í röð og er Elma Lísa flugfreyja hjá Icelandair á milli þess sem hún leikur á sviði eða í kvikmyndum og þáttum en í sumar kom til að mynda út kvikmyndin Saumaklúbburinn sem sló rækilega í gegn þar sem Elma fór á algjörlega á kostum. 
Reynir og Elma Lísa hittust fyrst þegar þau unnu saman á kaffihúsinu café Ole í Hafnarstræti og urðu strax góðir vinir. Þau voru þá bæði í öðrum samböndum og flutti Reynir til Barcelona í nám og lágu leiðir þeirra ekki aftur saman fyrr en nokkrum árum síðar fljótlega eftir að Elma Lísa útskrifaðist úr leiklistaskólanum og hafa þau verið óaðskiljanleg síðan en Reynir segir frá því í þættinum að hann hafi alltaf verið skotinn í Elmu enda sætasta stelpan í bænum og hafði hann enga trú á því að hann ætti séns í hana en í dag hafa þau verið gift í 19 ár. 
Í þættinum fórum við um víðan völl og ræddum meðal annars leiklistina, ást þeirra á Barcelona og bónorðið sem átti sér einmitt stað á þeim slóðum eftir sex mánaða samband, tangó námskeið sem fór úrskeiðis, söngvaraflækju í brúðkaupinu þeirra og sögðu þau mér skemmtilegar sögur úr þeirra sambandstíð, meðal annars frá óvæntum framlengingum þeirra á utanlandsferðum.

Þátturinn er í boði:

Blush.is -     https://blush.is/

Bagel 'n' Co -   https://thebagelco.dk/pages/island

Ajax