Það er óhætt að segja að Hjálmar Örn Jóhannsson sé einn vinsælasti skemmtikraftur landsins en hann skaust hratt upp stjörnuhiminn á Snapchat fyrir nokkrum árum þar sem hann sló í gegn sem hinir ýmsu karakterar. Hvítvínskonan er sennilega einn af hans allra vinsælustu karakterum og má segja að hún sé orðin aðal-heiðursgestur í samkvæmum á Íslandi í dag, þá einna helst hjá hvítvínskonum landsins.
Hjálmar er annar þáttastjórnanda eins vinsælasta hlaðvarps landsins Hæhæ og kemur hann einnig reglulega fyrir í útvarpi, sjónvarpi og svo lengi mætti telja.
Ljósbrá Logadóttir, eða Ljósa eins og hún er gjarnan kölluð, er betri helmingurinn hans Hjálmars og var virkilega gaman að kynnast henni í þessum þætti og heyra hennar hliðar af lífinu með skemmtikraftinum Hjálmari í þessu virkilega einlæga og skemmtilega spjalli.
Ljósa starfar hjá Alvotech og er samhliða því í MBA námi. Hjálmar og Ljósa segja skemmtilega frá því í þættinum hvernig leiðir þeirra lá eftirminnilega saman á double date-i hér um árið en í dag eiga þau saman tvö börn en á Hjálmar einnig tvær dætur úr fyrra sambandi.
Í þættinum ræddum við einnig skemmtibransann og hvernig þetta fór allt saman á flug hjá Hjálmari á sínum tíma en Ljósa á mikinn þátt í þeirri vegferð, mikilvæg gildi þeirra að sýna öllum virðingu, rómantísku hliðina og trúlofun þeirra í Hide Park ásamt því að margar frábærar sögur fengu að láta ljós sitt skína.
Þátturinn er í boði:
Aha.is - https://aha.is
Blush.is - https://blush.is/
Bagel 'n' Co - https://thebagelco.dk/pages/island
Ajax