Í þessum þætti fékk ég til mín frábæra gesti þau Gunnar Stein Jónsson landsliðsmann í handbolta og Elísabetu Gunnarsdóttur bloggara, áhrifavald og stofnanda og eiganda bloggsíðunnar vinsælu, Trendnet.is.
Elísabet og Gunnar hafa verið saman frá því þau voru unglingar en segja þau frá þeirra fyrstu kynnum í sjötta bekk, þegar þau urðu síðan sessunautar í 8. 9. og 10. bekk og að ensku kennarinn þeirra hafi þá margoft þurft að sussa á þau þar sem þau gátu ekki hætt að spjalla saman en það var einmitt í 10.bekk þegar sambandið þeirra fór síðan að þróast úr því að vera góðir vinir yfir í ástarsamband. Í dag eru þau gift og eiga saman tvö börn og hafa þau búið undanfarin 12 ár í hinum ýmsu löndum í Evrópu þar sem Gunnar hefur verið í atvinnumennsku í handbolta. Nú eru þau nýflutt aftur heim til Íslands þar sem þau sinna hinum ýmsu verkefnum saman og í sitthvoru lagi en reka þau saman fyrirtæki þar sem þau eru með umboð fyrir Sjöstrand á Íslandi og er Gunnar spilandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar. Í þættinum fórum við meðal annars yfir fjölskyldulífið í atvinnumennskunni og flutningana milli landa, upphafið á Trendnet og blogg- menninguna, “öskubuskuævintýri” Gunnars og hvernig þau enduðu á því að vera fjögurra manna fjölskylda í þremur löndum í covid rétt áður en þau fluttu síðan heim til Íslands fyrr á þessu ári ásamt því að þau sögðu mér að sjálfsögðu margar góðar sögur úr þeirra sambandstíð þar á meðal eina góða af Elísabetu í hamingjukasti á Ítalíu.
Aha.is - https://aha.is
Blush.is - https://blush.is/
Bagel 'n' Co - https://thebagelco.dk/pages/island
Ajax