Listen

Description

Í þessum þætti fékk ég til mín frábæra gesti þau Birki Már Sævarsson og eiginkonu hans og hans betri helming, Stefaníu Sigurðardóttur eða Stebbu eins og hún er gjarnan kölluð. 
Birkir Már hefur gegnt lykilhlutverki í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta um árabil en var hann til að mynda fastamaður í byrjunarliði landsliðsins bæði á evrópumótinu í Frakklandi árið 2016 og heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018. Birkir Már hafði verið í atvinnumennsku í átta ár bæði Noregi og Svíþjóð áður en hann fluttist aftur heim til Íslands ásamt fjölskyldu sinni í lok árs 2017 þar sem hann hefur spilað með Val sem er hans uppeldisklúbbur og má til gamans geta að hann er bókstaflega með valsmerkið tattúverað á sig. 
Þrátt fyrir velgengni Birkis á vellinum má segja að það hafi farið lítið fyrir honum í fjölmiðlum en er hann hógværðin uppmáluð og var því sérstaklega gaman að fá hann og Stebbu til mín í spjall þar sem skín í gegn hversu jarðbundin þau bæði eru og taka þau sig síður en svo hátíðlega.
Stebba er íþróttafræðingur og starfar sem leikskólakennari í dag ásamt því að þjálfa yngri flokka í knattspyrnu en þau Birkir segja skemmtilega frá því í þættinum þegar leiðir þeirra lágu saman á Laugarvatni þar sem þau voru saman í bekk í íþróttafræði en á þeim tíma hvatti hún Birki þó eindregið til þess að finna sér konu á sínum aldri enda er hún heilum þremur árum eldri en hann. Hann fór þó blessunarlega ekki að þeim ráðum og hafa þau verið saman allar götur síðan, eiga saman fjögur börn og giftu sig árið 2009. Í þættinum fórum við meðal annars yfir upphaf sambandsins á Laugarvatni og þeirra helsta sameiginlega áhugamál sem eru íþróttir en vita þau fátt skemmtilegra en að fara saman á leiki í hinum ýmsu íþróttum hvort sem það er hjá úrvalsdeildarliðum eða yngri flokkum. Við ræddum einnig atvinnumennskuna og landsliðsferilinn, árin þeirra í Noregi og Svíþjóð  og deildu þau með mér góðum sögum úr þeirra sambandstíð, þar á meðal einni beint af fæðingardeildinni. 


Aha.is -  https://aha.is

Blush.is -     https://blush.is/

Bagel 'n' Co -   https://https://www.bagelnco.is/

Ajax