Listen

Description

Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, eða Metta og Áki eins og þau eru gjarnan kölluð, eru eigendur og stofnendur Acaí skálar-staðarins Maikai, sem slegið hefur heldur betur í gegn undanfarin misseri.
Metta og Áki kynntust árið 2016, rétt áður en Metta fór í 6 vikna ferðalag til Balí,  þar sem hún kynntist alvöru Acaí skálum og varð strax heilluð. Það var þó ekki fyrr en rúmu ári síðar sem hugmyndin fór að þróast hjá þeim að færa Íslendingum almennilega Acaí skál en þau segja í þættinum frá ferlinu  allt frá tilraunum þeirra í eldhúsinu heima að opnun á þeirra fyrsta Maikai stað á Hafnartorgi í miðjum heimsfaraldri, hvorug með viðskiptafræði bakgrunn né reynslu úr veitingabransanum og ræddum við hvað það er sem skiptir máli til þess að dæmið gangi upp.  Í dag eru skálarnar þeirra seldar á mörgum stöðum víðsvegar um landið og er ekkert lát á vinsældum þeirra.
Í þættinum fórum við um víðan völl og ræddum meðal annars hvernig það er að vinna og reka fyrirtæki með makanum sínum, skólakerfið og mikilvægi þess að steypa ekki alla í sama mót, mómentið sem Metta tilkynnti óléttuna af þeirra fyrsta barni rétt fyrir keppnisleik hjá Áka, tilraun Áka í að vera rómantískur og deildu þau með mér fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal einni af því þegar Metta gerði heiðarlega tilraun til þess að sækja um barnabætur.

Aha.is -  https://aha.is

Blush.is -     https://blush.is/

Bagel 'n' Co -   https://https://www.bagelnco.is/

Ajax