Listen

Description

Tónlistarmanninn Sverri Bergmann þarf vart að kynna fyrir fólki en hann hefur á undanförnum árum og áratugum sungið sig heldur betur inn í hug og hjörtu landsmanna. 
Hann kíkti í heimsókn til mín í stúdíóið á dögunum ásamt kærustu sinni,  barnsmóður og betri helming, Kristínu Evu Geirsdóttur og áttum við virkilega skemmtilegt spjall.  
Nú er jólavertíð hjá flestum tónlistarmönnum og er Sverrir þar engin undantekning en það er nóg að gera hjá honum þessa dagana bæði í skemmtanabransanum ásamt því að hann starfar sem kennari í Menntaskólanum á Ásbrú þar sem hann hóf störf árið 2020 sem stærðfræðikennari.
Kristín Eva er lögfræðingur að mennt og sérhæfði sig í flug-og geimrétti í Hollandi. Áður hafði hún starfað sem flugfreyja hjá Qatar Airlines í þrjú ár en þar kviknaði áhugi hjá henni á því að sameina lögfræðina og flugbransann. Nú er Kristín hinsvegar í fæðingarorlofi en þau Sverrir eignuðust dætur sínar tvær með stuttu millibili og fæddist yngri dóttir þeirra í maí á þessu ári. Það má með sanni segja að það hafi verið ást við fyrstu sýn hjá Sverri og Kristínu en segja þau skemmtilega frá því í þættinum að þau hafi nánast verið flutt inn saman í sömu viku og þau kynntust.  Í þættinum fórum við um víðan völl og ræddum meðal annars tónlistarferilinn, nágrannakærleikann í Njarðvík, eftirminnilega Celine Dion tónleika, mikilvægi þess að sýna ólíkum áhugamálum hvors annars skilning, árin þrjú í Qatar og sögðu þau mér margar frábærar sögur úr þeirra sambandstíð.

Aha.is -  https://aha.is

Blush.is -     https://blush.is/

Bagel 'n' Co -   https://https://www.bagelnco.is/

Ajax