Í þessum þætti fékk ég til mín virkilega góða gesti þau Guðjón Davíð Karlsson, eða Góa eins og hann er alltaf kallaður, og eiginkonu hans Ingibjörgu Ýr Óskarsdóttur.
Gói er í dag fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið en hefur hann í gegnum tíðina leikið í fjölda verka á fjölum leikhúsanna, í sjónvarpi og kvikmyndum, samið handrit og leikstýrt bæði í leikhúsi og sjónvarpi.
Inga er ljósmóðir og segir frá því í þættinum að eftir að hún varð vitni að fyrstu fæðingunni í hjúkrunarfræðináminu hafi ekki verið aftir snúið og var hún þá staðráðin í því að gerast ljósmóðir.
Gói og Inga kynntust árið 2003 en sameiginlegur vinur þeirra benti þeim á hvort annað og úr varð blind date sem má segja að hafi verið ást við fyrstu sýn. Í dag hafa þau verið gift í tólf ár og eiga saman þrjú börn.
Gói og Ingibjörg eru ofur hress og höfðu frá svo miklu skemmtilegu og áhugaverðu að segja að við hefðum auðveldlega getað setið í marga tíma til viðbótar. Spurning um að ég fái þau bara aftur til mín við tækifæri.
Þessi þáttur er pakkaður af geggjuðum umræðum og sögum; við ræddum leiklistina og ljósmóður-starfið, fegurðina í því að ferðast með fjölskylduna innanlands með hjólhýsið og festast ekki of mikið í því að plana hluti, eftirminnilegt einkaþjálfunartímabil þeirra á Akureyri, fyrstu jólin þeirra sem fjölskylda þar sem þau misreiknuðu sig aðeins í skammtastærðunum og sögðu þau mér margar kostuglegar sögur, þar á meðal var ein frá ferð þeirra á veitingastað með elsta drenginn þeirra sem fór aaaðeins öðruvísi en þau höfðu gert ráð fyrir.
Aha.is - https://aha.is
Blush.is - https://blush.is/
Bagel 'n' Co - https://https://www.bagelnco.is/
Ajax