Áfram höldum við að ræða sögu Bills, einn af stofnendum AA.
Sagan er gríðarlega áhrifarík og lýsir sjúkdómnum afar vel.
Bill fer yfir það í þessum þætti hvernig vinur hans færði honum lausnina og hvernig trúin á æðri mátt hjálpaði við það.
Það verður strax mjög skýrt hversu mikilvæg tengingin við aðra alkóhólista. Að hjálpa öðrum eða að bera út boðskapinn er einnig risa stór þáttur í batanum og Bill fer yfir það í sögunni.
Einn af oss les fyrir mig og gerir það afar vel 🙏
Guð gefi mér æðruleysi,
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt,
og vit til að greina þar á milli 🙏